14. des. 2012

Jólagjöf frá nemendum Flataskóla

Nemendur og starfsfólk í Flataskóla hafa undanfarna daga brotið upp hefðbundið skólastarf og unnið að verkefnum tengdum jólaþema sem bar yfirskriftina ,,Látum gott af okkur leiða". Fjölbreytt verkefni voru í boði þessa daga og meðal annars var unnið að jólakortagerð, búnar voru til mósaíkmyndir og glerlistaverk, smákökur bakaðar, lesið fyrir leiskólabörn og sungið og spilað fyrir unga og aldraða víðs vegar um bæinn.
  • Séð yfir Garðabæ

Nemendur og starfsfólk í Flataskóla hafa undanfarna daga brotið upp hefðbundið skólastarf og unnið að verkefnum tengdum jólaþema sem bar yfirskriftina ,,Látum gott af okkur leiða".   Fjölbreytt verkefni voru í boði þessa daga og meðal annars var unnið að jólakortagerð, búnar voru til mósaíkmyndir og glerlistaverk, smákökur bakaðar, lesið fyrir leiskólabörn og sungið og spilað fyrir unga og aldraða víðs vegar um bæinn. Nemendur fengu að velja sér hvað þeir vildu gera og voru hóparnir blandaðir þvert á árganga sem setti skemmtilegan blæ á hópavinnuna.

Nemendur í Flataskóla hafa sést víða um bæinn undanfarna daga að syngja og hafa m.a. heimsótt fyrirtæki og stofnanir. Föstudaginn 14. desember heimsótti hópur nemenda bæjarskrifstofuna og stöldruðu við í þjónustuverinu og sungu jólalög og afhentu jólagjöf til bæjarskrifstofanna. Jólagjöfin var falleg glerskál, full af smákökum, skreytt perluðum jólasveini og með fylgdi jólakort frá börnunum.  Jólagjöfin var öll búin til í Flataskóla af nemendum í 3.-6. bekk og starfsfólk bæjarskrifstofanna færir þeim bestu þakkir fyrir.


Nemendur í Flataskóla afhenda jólagjöf í þjónustuveri bæjarskrifstofanna.

 
Falleg jólagjöf búin til af nemendum í Flataskóla.