3. des. 2012

Ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu

Laugardaginn 1. desember sl. voru ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu á Garðatorgi. Jólatréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Noregi, og þetta er í 43. sinn sem Garðbæingar fá þessa vinasendingu þaðan. Margir Garðbæingar lögðu leið sína á torgið þennan dag til að fylgjast með jóladagskránni og kíkja við á jólamarkaðnum.
  • Séð yfir Garðabæ

Laugardaginn 1. desember sl. voru ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu á Garðatorgi. Jólatréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Noregi, og þetta er í 43. sinn sem Garðbæingar fá þessa vinasendingu þaðan. 

Í upphafi dagskrár lék Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar fyrir gesti og að því loknu bauð Halldóra Ingibergsdóttir  varaformaður Norræna félagsins í Garðabæ alla velkomna.  Sendiherra Noregs á Íslandi Dag Vernø Holter afhenti tréð fyrir hönd Asker og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, veitti trénu viðtöku. Skólabörn úr Barnaskóla Hjallastefnunnar sungu falleg jólalög þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu. Í lokin komu svo þeir Giljagaur og Stekkjarstaur í heimsókn og skemmtu viðstöddum með leik og söng. 

Jólastemmning á Garðatorgi

Margir Garðbæingar lögðu leið sína á torgið þennan dag til að fylgjast með jóladagskránni og kíkja við á jólamarkaðnum.  Jólamarkaðurinn verður í göngugötunni á Garðatorgi alla föstudaga og laugardaga fram að jólum.  Þennan dag var líka boðið upp á barnaleikrit í Bókasafninu og Hönnunarsafnið var með opið hús í tilefni dagsins.  Á fésbókarsíðu Garðabæjar má sjá fleiri myndir frá laugardeginum.

null
Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar lék fyrir gesti í upphafi dagskrár.

null
Börn úr Barnaskóla Hjallastefnunnar sungu falleg jólalög.

null
Jólasveinarnir vöktu mikla lukku.