16. nóv. 2012

Ljúfir tónar Óp hópsins

Dufl og daður var yfirskriftin á tónleikum sem voru haldnir á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar fimmtudagskvöldið 15. nóvember kl. 20 í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju. Fjöldi gesta lagði leið sína í safnaðarheimilið Kirkjuhvol þetta kvöld og áhorfendurnir kunnu vel að meta ljúfa og fagra tóna Óp hópsins.
  • Séð yfir Garðabæ

Dufl og daður var yfirskriftin á tónleikum sem voru haldnir á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar  fimmtudagskvöldið 15. nóvember kl. 20 í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju.  Hinn svo kallaði Óp hópur skipaður þeim Bylgju Dís Gunnarsdóttur sópran, Erlu Björgu Káradóttur sópran,  Gunnari Kristmannssyni bariton, Hörn Hrafnsdóttur mezzósópran, Rósalind Gísladóttur mezzósópran og Antoníu Hevesi píanóleikari steig á svið og flutti atriði úr þekktum óperum, óperettum og söngleikjum.  Með hópnum að þessu sinni var Gunnar Guðbjörnsson tenór.  Randver Þorláksson leikari sá um að leikstýra tónleikunum.  Fjöldi gesta lagði leið sína í safnaðarheimilið Kirkjuhvol þetta kvöld og áhorfendurnir kunnu vel að meta ljúfa og fagra tóna Óp hópsins.

 

null

null