5. nóv. 2012

Rokkað á Garðatorgi

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu var haldin í ellefta sinn fimmtudagskvöldið 1. nóvember sl. í göngugötunni á Garðatorgi. Að þessu sinni var rokkað á torginu þegar hljómsveitin Jet Black Joe steig á svið og lék fyrir gesti og gangandi. Garðbæingar létu ekki vont veður á sig fá og fjölmenntu á torgið þetta kvöld til að njóta tónlistarinnar.
  • Séð yfir Garðabæ

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu var haldin í ellefta sinn fimmtudagskvöldið 1. nóvember sl. í göngugötunni á Garðatorgi.  Að þessu sinni var rokkað á torginu þegar hljómsveitin Jet Black Joe steig á svið og lék fyrir gesti og gangandi.  Þeir félagar Páll Rósinkrans og Gunnar Bjarni Ragnarsson voru þar mættir ásamt meðleikurum og léku öll helstu lög hljómsveitarinnar sem fagnar 20 ára afmæli sínu á þessu ári. Garðbæingar létu ekki vont veður á sig fá og fjölmenntu á torgið þetta kvöld til að njóta tónlistarinnar. 

Í tilefni Tónlistarveislunnar var opið hús í sal myndlistarmanna í Grósku á Garðatorgi 1, annarri hæð,  þar sem hægt var að skoða myndlistarsýningu. Einnig var hægt að líta við í búðum á torginu sem margar hverjar voru opnar í tilefni kvöldsins.

Fleiri myndir frá Tónlistarveislunni eru á fésbókarsíðu Garðabæjar.

 

null
Fjölmenni mætti á Garðatorgið til að sjá og hlusta á Jet Black Joe.

null
Jet Black Joe

null
Í Gróskusalnum á Garðatorgi var boðið upp á myndlistarsýningu.

null