7. nóv. 2012

Tónlistarveisla framundan

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar verður haldin fimmtudaginn 1. nóvember nk. í göngugötunni á Garðatorgi.
  • Séð yfir Garðabæ

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar verður haldin fimmtudaginn 1. nóvember nk. í göngugötunni á Garðatorgi. Í tónlistarveislu ársins stígur hljómsveitin Jet Black Joe á svið. Hljómsveitin heldur upp á 20 ára afmæli sitt á þessu ári með ýmsu tónleikahaldi og útgáfu safndisks. Forsprakkar hljómsveitarinnar þeir Páll Rósinkrans og Gunnar Bjarni Ragnarsson mæta á Garðatorgið ásamt meðleikurum og spila valinkunn lög. Með endurkomu hljómsveitarinnar á tónlistarsviðið á undanförnu ári hafa þeir náð að hylla gamla aðdáendur sem og eignast nýja.

Kaffihúsastemning á Garðatorgi
Þetta er í ellefta sinn sem tónlistarveislan er haldin á Garðatorgi og Garðbæingar sem og aðrir tónlistarunnendur hafa kunnað vel að meta og fjölmennt á torgið. Að venju verður reynt að skapa skemmtilega kaffihúsastemningu, borðum og stólum raðað upp á torginu og gestir geta keypt sér veitingar frá kl. 20.30 en tónleikarnir byrja klukkan 21 og standa í rúman klukkutíma.
Myndlist hjá Grósku
Sama kvöld verður einnig opið hús í sal Grósku á Garðatorgi þar sem gestir og gangandi geta skoðað myndlist frá kl. 18-23. Innangengt er í Gróskusalinn frá göngugötunni á Garðatorgi 1, upp á aðra hæð. Sýning Grósku verður opin til sunnudagsins 4. nóvember og er opin frá kl. 14-18 föstudag, laugardag og sunnudag.

Aðgangur að tónlistarveislunni er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.