23. okt. 2012

Sameining samþykkt

Sameining Garðabæjar og Álftaness var samþykkt í báðum sveitarfélögunum í íbúakosningu á laugardaginn.
  • Séð yfir Garðabæ

Sameining Garðabæjar og Álftaness var samþykkt í báðum sveitarfélögunum í íbúakosningu á laugardaginn.

Í Garðabæ kusu 5.417 manns af 8.506 sem eru á kjörskrá, sem gerir 63.68% kjörsókn.

 Niðurstöður kosninga í Garðabæ:

2.822
Nei 2.492
Samtals 5.314
Auðir og ógildir 103
Samtals 5.417

Af þeim sem tóku afstöðu sögðu því 53,11% já og 46,89% nei.

Tekur gildi 1. janúar 2013

Sameiningin tekur formlega gildi 1. janúar 2013. Fram að þeim tíma verður unnið að undirbúningi hennar hjá sveitarfélögunum. Bæjarstjórn Garðabæjar tekur við stjórn nýja sveitarfélagsins við sameiningu og mun stýra því fram að sveitarstjórnarkosningum 2014. Bæjarstjórn Álftaness gegnir hlutverki ráðgefandi hverfisstjórnar á þeim tíma.

Nýr Garðabær

Nýja sveitarfélagið mun heita Garðabær og þar verða íbúar tæplega 14 þúsund. Sveitarfélagið verður um 4.700 ha að stærð.