23. okt. 2012

Kosið um sameiningu

Garðbæingar og Álftnesingar kjósa um hvort sameina skuli sveitarfélögin Garðabær og Álftanes á morgun, laugardaginn 20. október
  • Séð yfir Garðabæ

Garðbæingar og Álftnesingar kjósa um hvort sameina skuli sveitarfélögin Garðabær og Álftanes á morgun, laugardaginn 20. október, samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Kosið verður í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ kl. 9-22.

Til að af sameiningu verði þarf að samþykkja hana með meirihluta atkvæða í báðum sveitarfélögunum. Atkvæði Garðbæinga verða talin í Fjölbrautaskólanum. Gert er ráð fyrir að fyrstu tölur verði birtar eftir lokun kjörstaða kl. 22 og að úrslit liggi fyrir um miðnætti.