23. okt. 2012

Nýr hlaupahópur Stjörnunnar

Hlaupahópi Stjörnunnar, sem nýlega var stofnaður, hefur verið afar vel tekið. Um þrjátíu manns sóttu stofnfund hópsins og yfir 90 manns mættu á fyrsta viðburð hans
  • Séð yfir Garðabæ

Hlaupahópi Stjörnunnar, sem nýlega var stofnaður, hefur verið afar vel tekið. Um þrjátíu manns sóttu stofnfund hópsins og yfir 90 manns mættu á fyrsta viðburð hans sem var fyrirlestur Sigurðar P. Sigmundssonar, fyrrverandi íslandsmeistara í maraþoni um þá þætti sem mikilvægir eru þegar stunda á markvisst hlaup til að auka lífsgæðin.

Vel mætt á fyrstu æfinguna

Á milli 30-40 manns mættu svo á fyrstu æfingu hópsins sem var jafnframt fyrsti dagurinn á hlaupanámskeiði undir leiðsögn Sigurðar P. Sigmundssonar. Veðrið var gott og meðal vegalengdin sem hlaupin var, var um 7 km.

Viltu vera með?

Forsvarsmenn Hlaupahópsins segja kostinn við námskeiðið vera að það sé sniðið fyrir alla styrkleikahópa. Þeir leggja sérstaka áherslu á að bjóða nýliða velkomna í Hlaupahóp Stjörnunnar og því er um að gera að kynna sér dagskrána á vef Hlaupahópsins, reima á sig skóna og byrja að hlaupa í góðum félagsskap.