23. okt. 2012

Hofsstaðaskóli fékk bikar

Hofsstaðaskóli fékk farandbikar í flokki stærri skóla fyrir flestar hugmyndir í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í ár, fjórða árið í röð.
  • Séð yfir Garðabæ

Hofsstaðaskóli fékk farandbikar í flokki stærri skóla fyrir flestar hugmyndir í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í ár, fjórða árið í röð. Tveir nemendur skólans fengu einnig fyrstu verðlaun hvor í sínum flokki.

Alls bárust 1100 hugmyndir í keppnina í ár frá 32 grunnskólum. Fjórtán nemendur fengu verðlaun fyrir 10 hugmyndir.

Þrenn verðlaun til Garðabæjar

Óttar Egill Arnarsson nemandi í Hofsstaðaskóla fékk fyrstu verðlaun í hópi uppfinninga fyrir hugmynd að beltisbíl og Ægir Örn Kristjánsson sem er einnig í Hofsstaðaskóla fékk fyrstu verðlaun í flokki útlits- og formhönnunar fyrir hugmynd um plastver.

Þá fékk Jökull Snær Gylfason nemandi í Garðaskóla þriðju verðlaun í flokki tölvu- og tölvuleikja fyrir hugmynd að gleraugnabíói.

Hátíðlegt lokahóf

Afhending verðlaunanna fór fram í lokahófi Nýsköpunarkeppninnar í Háskólanum í Reykjavík. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson verndari keppninnar, afhenti verðlaun og flutti hátíðarræðu. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra flutti hvatningarræðu, afhenti viðurkenningarskjöl til þátttakenda og farandbikar til grunnskóla. Þá kynntu þátttakendur hugmyndir sínar fyrir gestum.

Á myndinni eru verðlaunahafar Nýsköpunarkeppninni 2012 ásamt Forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni og Katrínu Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Myndin er fengin frá Pressunni.

Fleiri myndir eru á vef Hofsstaðaskóla og á facebook síðu Garðabæjar.