Bleiki dagurinn í Garðabæ
Fjölmargir starfsmenn og nemendur Garðabæjar sýndu samstöðu á bleika deginum með því að hafa bleikan lit í fyrirrúmi
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni eru allir landsmenn hvattir til að klæðast einhverju bleiku í dag föstudaginn 12. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi.
Garðabær tekur þátt í bleika deginum á fjölmörgum vinnustöðum. Sundlaug Garðabæjar var lýst upp með bleikum ljósum í dag og starfsmenn mættu víða klæddir í bleikt. Í skólum og leikskólum mættu nemendur og starfsmenn bleikklæddir og sýndu þannig samstöðu með baráttunni gegn krabbameini hjá konum.
Fleir myndir af bleika deginum eru á facebook.