23. okt. 2012

Flataskóli fékk verðlaun

Flataskóli vann til verðlauna í flokki grunnskóla, í landskeppni eTwinning 2012, fyrir samskiptaverkefnið Schoolovision. Verðlaunin voru afhent nú fyrir helgi.
  • Séð yfir Garðabæ

Flataskóli vann til verðlauna í flokki grunnskóla, í landskeppni eTwinning 2012, fyrir samskiptaverkefnið Schoolovision. Verðlaunin voru afhent nú fyrir helgi.

Endurspeglar Eurovision

Schoolovision er keppni sem skólar víðsvegar um Evrópu taka þátt í og endurspeglar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Vinna við verkefnið hefur verið árlegur viðburður í Flataskóla á vorönn síðustu fjögur ár og er það afar vinsælt meðal nemenda. Nánari upplýsingar um verkefnið eru á heimasíðu Flataskóla.

Fékk alþjóðleg verðlaun

Verkefnið Schoolovision hefur áður unnið til verðlauna í landskeppninni eða árið 2009. Þá fékk það einnig alþjóðleg verðlaun eTwinning sem veitt voru í Seville á Spáni.

 Með blómvönd á myndinni er Kolbrún Svala Hjaltadóttir, kennsluráðgjafi í Flataskóla. Með henni er Anne Gilleran, stjórnandi kennslufræða eTwinning hjá evrópska skólasetrinu í Brussel sem afhenti verðlaunin.