22. okt. 2012

Fræðsluferð starfsfólks

Starfsfólk bæjarskrifstofa Garðabæjar verður í fræðslu- og kynnisferð í Þýskalandi dagana 26.-30. september. Heimsóttar verða borgirnar Stuttgart og Göppingen
  • Séð yfir Garðabæ

Starfsfólk bæjarskrifstofa Garðabæjar verður í fræðslu- og kynnisferð í Þýskalandi dagana 26.-30. september. Heimsóttar verða borgirnar Stuttgart og Göppingen.

Fyrirlestur og heimsóknir

Starfsfólk heímsækir ráðhúsið í Stuttgart fimmtudaginn 27. september og mun þar m.a. hlusta á fyrirlestur skipulags -og þróunarstjóra Stuttgartborgar um framkvæmdina „Stuttgart 21“.

Föstudaginn 28. september liggur leiðin til Göppingen sem er 70 þúsund manna bær í nágrenni Stuttgart. Þar mun borgarstjórinn taka á móti hópnum í ráðhúsi bæjarins og sýna starfsemina þar. Síðar um daginn verða heimsóttir grunnskóli og leikskóli í Göppingen og einnig farið í skoðunarferð um íþróttamannvirki bæjarins.

Fámennt í Ráðhúsi Garðabæjar

Vegna ferðarinnar verður fámennt í Ráðhúsinu í Garðabæ þessa daga en þeir starfsmenn sem þar verða gera sitt besta til að halda uppi sem bestri þjónustu.