Heimsókn frá Umeå
Miðvikudaginn 5. september sl. kom góður hópur fólks frá sveitarfélaginu Umeå í Svíþjóð í heimsókn í Garðabæinn. Um var að ræða fulltrúa í jafnréttisnefnd sveitarfélagsins ásamt embættismönnum sem voru í nokkurra daga fræðsluferð til að kynna sér jafnréttismál hjá ýmsum stofnunum á höfuðborgarsvæðinu.
Miðvikudaginn 5. september sl. kom góður hópur fólks frá sveitarfélaginu Umeå í Svíþjóð í heimsókn í Garðabæinn. Um var að ræða fulltrúa í jafnréttisnefnd sveitarfélagsins ásamt embættismönnum sem voru í nokkurra daga fræðsluferð til að kynna sér jafnréttismál hjá ýmsum stofnunum á höfuðborgarsvæðinu. Í Garðabæ heimsóttu þau m.a. Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum þar sem skólastjóri og starfsmenn sögðu þeim frá starfssemi skólans.
Einnig heimsóttu þau bæjarskrifstofurnar þar sem þau hlýddu á kynningu um Garðabæ og fræddust um jafnréttismál hjá stofnunum sveitarfélagsins. Að loknum fyrirlestrum heimsótti hópurinn Hönnunarsafn Íslands á Garðatorgi og skoðuðu þar yfirstandandi sýningu um íslenska vöruhönnun.