7. sep. 2012

Vefur um sameiningarmálin

Nýr upplýsingavefur vegna kosninga um sameiningu Garðabæjar og Álftaness, sem verða 20. október nk. er á slóðinni www.okkarval.is
  • Séð yfir Garðabæ

Nýr upplýsingavefur vegna kosninga um sameiningu Garðabæjar og Álftaness, sem verða 20. október nk. er á slóðinni www.okkarval.is

Upplýsingar og skoðanaskipti

Á vefnum er hægt að nálgast upplýsingar um áhrif sameiningar sveitarfélaganna. Þar er t.d. fjallað um skólamál, íþróttamál, hvatapeninga, fjármál o.fl. Íbúum sveitarfélaganna gefst einnig kostur á að senda inn fyrirspurnir sem verður svarað á vefnum og greinar þar sem þeir fjalla um málefnið út frá sínu sjónarhorni.

Garðbæingar og Álfnesingar eru hvattir til að kynna sér vel þá kosti sem þeir hafa í kosningunum 20. október og taka upplýsta afstöðu.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Vakin er athygli á því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin og fer fram hjá embætti sýslumanns í Hafnarfirði, Bæjarhrauni 18, 3. hæð.

www.okkarval.is

Loftmynd sem sýnir legu sveitarfélaganna tveggja.