6. sep. 2012

Fjölbreytt námskeið í Klifinu

Klifið – skapandi fræðslusetur er nú að hefja sitt þriðja starfsár í Garðabæ. Í sumar flutti Klifið sig um sess og er nú staðsett í norðurálmu Flataskóla (gengið er inn um innganginn næst Vífilsstaðavegi).
  • Séð yfir Garðabæ

Klifið – skapandi fræðslusetur er nú að hefja sitt þriðja starfsár í Garðabæ. Í sumar flutti Klifið sig um sess og er nú staðsett í norðurálmu Flataskóla (gengið er inn um innganginn næst Vífilsstaðavegi).

Búið er að opna fyrir skráningar á haustnámskeiðin. Í boði er fjölbreytt flóra námskeiða fyrir börn, unglinga, fullorðna, skólafólk auk kynslóðanámskeiða þar sem börn og fullorðnir geta skapað saman. Ungir jafnt sem aldnir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á námskeiðum Klifsins sem eru opin öllum áhugasömum.

Skráning fer fram á vef Klifsins: www.klifid.is