24. ágú. 2012

Garðbæingur á EM öldunga

Garðbæingurinn Halldór Eyþórsson stóð sig vel á Evrópumóti öldunga í kraftlyftingum
  • Séð yfir Garðabæ
Garðbæingurinn Halldór Eyþórsson stóð sig vel á Evrópumóti öldunga í kraftlyftingum sem var haldið í Tékklandi 17.-21. júlí sl. Halldór keppti í -83 kg þyngarflokki í aldursflokknum 50-60 ára og hlaut bronsverðlaun fyrir samanlagðan árangur á mótinu.



Í hnébeygju lyfti Halldór 252,5 kg og hlaut silfurverðlaun fyrir það. Í bekkpressu náði Halldór að lyfta 140 kg og 245 kg í réttstöðulyftu. Samanlagður árangur hans var 637,5 kg sem gaf honum brons. Á meðfylgjandi mynd má sjá Halldór taka við silfurverðlaunum fyrir árangur í hnébeygjulyftu. Nánari upplýsingar og fréttir um mótið má sjá á heimasíðu Kraftlyftingasambands Íslands