24. ágú. 2012

Listakonur heiðraðar

Í vikunni heiðruðu starfsmenn Ásgarðs tvær ungar listakonur með blómum.
  • Séð yfir Garðabæ
Í vikunni heiðruðu starfsmenn Ásgarðs tvær ungar listakonur með blómum.



Eins og áður hefur komið fram á vef Garðabæjar störfuðu þær Sunna S. Thorarensen og Birta D. Skúladóttir að 30 m langri veggskreytingu við íþróttamiðstöðina Ásgarð í sumar með myndum úr norrænni goðafræði. Þær hafa nú lagt lokahönd á verkið sem vekur verðskuldaða athygli gesta og vegfarenda.


Fulltrúi fastagesta lýsti sérstakri ánægju sundlaugargesta með þetta framtak. Undirbúningur verksins hófst snemma í vor og fóru umtalsvert fleiri vinnustundir í það en áætlað var í fyrstu enda vandað og vel unnið verk sem þær stöllur hafa skilað af sér.



Myndir af stúlkunum við vinnu sína eru á facebook síðu Garðabæjar