29. ágú. 2012

Deilum sólarlaginu

Áttu fallega mynd af sólarlaginu í Garðabæ? Leyfðu okkur að njóta með þér
  • Séð yfir Garðabæ

Sólarlagið er óvíða fallegra en í Garðabæ á sumarkvöldum. Á facebook síðu Garðabæjar eru nú birtar þrjár fallegar sólarlagsmyndir sem teknar voru 31. júlí sl. af svölum í Ásbúð.

Ef þú átt fallega mynd af sólarlaginu í Garðabæ máttu gjarnan deila henni á facebook síðu Garðabæjar og leyfa okkur að njóta fegurðarinnar með þér.

Munið: https://www.facebook.com/Gardabaer.Iceland