30. ágú. 2012

Útivist og afþreying

Skapandi sumarhópur hefur gefið út "ferðablað" um Garðabæ og hvetur íbúa til að njóta þess sem bærinn býður upp á
  • Séð yfir Garðabæ

Ungmennin sem starfað hafa með skapandi sumarhópnum í sumar hafa komið víða við og skilja margt eftir sig. Eitt af því sem unnið var að í hópnum var útgáfa á blaði um Garðabæ undir heitinu Garðabær - Útivist og afþreying.

Ferðabók um Garðabæ

Í ávarpi ritstjórnar blaðsins segir um útgáfuna:

"Blaðið er einkonar „ferðabók“ um bæinn og inniheldur það teiknað kort af bænum auk fallegra mynda og fróðlegra staðreynda. Tilgangur þess er að fá bæjarbúa út úr húsi og fjölskyldur til þess að verja tíma saman í fallegri náttúru eða innan friðsællar byggðarinnar."

Ritstjórnin segir einnig að fljölbreytileiki bæjarlífsins hafi komið sér á óvart og að sér hefði ekki órað fyrir því hversu margvíslega skemmtun sé hægt að finna í Garðabæ.

 

Blaðið er hægt að nálgast hér.

Garðabær - Útivist og afþreying