25. ágú. 2016

Grunnskólastarfið hafið

Hátt í 2500 nemendur verða í 1.-10. bekkjum í grunnskólum í Garðabæ í vetur. 259 börn eru að hefja nám í 1. bekk.
  • Séð yfir Garðabæ

Grunnskólar í Garðabæ voru settir þriðjudaginn 23. ágúst. Hátt í 2500 nemendur verða í 1.-10. bekk í grunnskólum í Garðabæ í vetur og þar af eru 256 börn að hefja nám í 1. bekk.  

Fjölmennustu skólar bæjarins eru Flataskóli og Hofsstaðaskóli en í þeim báðum eru um 530 nemendur. Í Flataskóla eru þar af 42 fjögurra og fimm ára nemendur sem eru á leikskólastigi. Í Garðaskóla eru í vetur 496 nemendur í 8.- 10. bekk, í Álftanesskóla eru 440 nemendur í 1.-10. bekk og í Sjálandsskóla eru þeir 289. Í bænum eru líka tveir einkareknir skólar, Barnaskóli Hjallastefnunnar og Alþjóðaskólinn og þar stunda samtals hátt í 200 nemendur úr Garðabæ nám.

Það fylgir mikil spenna og gleði fyrstu skóladögunum, ekki síst hjá þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í grunnskólagöngunni. Á vefjum skólanna eru nánari upplýsingar um skólastarfið, fleiri myndir og frásagnir af skólasetningu og fyrstu dögunum.

Vefur Alþjóðaskólans
Vefur Barnaskóla Hjallastefnunnar
Vefur Flataskóla
Vefur Garðaskóla
Vefur Hofsstaðaskóla
Vefur Sjálandsskóla