18. jún. 2012

Fjölmenni í Kvennahlaupinu

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í 23. sinn laugardaginn 16. júní sl. Alls tóku um 15 000 konur þátt á 80 stöðum um allt land og á um 16 stöðum erlendis. Aðalhlaupið var að venju í Garðabæ og þar voru mættar um 5000 konur til að taka þátt í hlaupinu.
  • Séð yfir Garðabæ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í 23. sinn laugardaginn 16. júní sl.  Alls tóku um 15 000 konur þátt á 80 stöðum um allt land og á um 16 stöðum erlendis. Aðalhlaupið var að venju í Garðabæ og þar voru mættar um 5000 konur til að taka þátt í hlaupinu. 


 

Um hálftíma fyrir hlaup var boðið upp á upphitun á Garðatorgi og þar myndaðist góð stemmning meðal þátttakenda og kl. 14 var lagt af stað í hlaupið.  Í hlaupinu var hægt að velja um nokkrar vegalengdir frá 2 km og upp í 10 km. Að loknu hlaupi fengu konur verðlaunapening og boðið var upp á kaffi og annað góðgæti frá styrktaraðilum hlaupsins á Garðatorginu.