14. jún. 2012

Gróður í friðlandi Vífilsstaðavatns

Fulltrúar Náttúrufræðistofnunar Íslands kynntu rannsóknarskýrslu um Gróður í friðlandi Vífilsstaðavatns á fundi umhverfisnefndar Garðabæjar 12. júní sl. Umhverfisnefnd fékk Náttúrufræðistofnun til að kortleggja gróður í friðlandi Vífilsstaðavatns í mælikvarða 1:5000
  • Séð yfir Garðabæ

Fulltrúar Náttúrufræðistofnunar Íslands kynntu rannsóknarskýrslu um Gróður í friðlandi Vífilsstaðavatns á fundi umhverfisnefndar Garðabæjar 12. júní sl. Umhverfisnefnd fékk Náttúrufræðistofnun til að kortleggja gróður í friðlandi Vífilsstaðavatns í mælikvarða 1:5000, áður hafði stofnunin kortlagt gróður í allri Heiðmörk árið 2005 í kvarða 1:10.000. Gróður flóra friðlandsins er fjölbreytt og bera bæjaryfirvöld ábyrgð á að vernda og viðhalda þeirri fjölbreytni.

 

Náttúrufræðistofnun leggur til að fylgst verði með sjaldgæfum tegundum innan friðlandsins og koma í veg fyrir að ágengar tegundir vaði yfir búsvæði þeirra. Þess vegna er nauðsynlegt að hefta útbreiðslu lúpínu innan friðlandsins sem er nú um 32% af gróðurþekju svæðisins. Garðabær hefur undanfarin sumur gert átak í að hamla útbreiðslu lúpínunnar með slætti og klippingu og reyna að koma í veg fyrir að skógarkerfill sem vex í breiðum rétt utan við markalínu friðlandsins nái að dreifa sér innan þess.

 

Kynning á skýrslu NÍ um Gróður í friðlandi Vífilsstaðavatns (pdf-skjal)

 

Skýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands:  Gróður í friðlandi Vífilsstaðavatns (pdf-skjal)