8. jún. 2012

Ný sýning í Hönnunarsafninu

Ný sýning sem nefnist Saga til næsta bæjar var opnuð í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ fimmtudaginn 7. júní sl. Fjölmargir lögðu leið sína á opnunina 7. júní og skoðuðu verk eftir fjölda íslenskra vöruhönnuða.
  • Séð yfir Garðabæ

Ný sýning sem nefnist Saga til næsta bæjar var opnuð í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ fimmtudaginn 7. júní sl. Fjölmargir lögðu leið sína á opnunina 7. júní og skoðuðu verk eftir fjölda íslenskra vöruhönnuða. Að auki eru sagt frá stórum samstarfsverkefnum sem nú standa yfir og eru mikilvæg til eflingar á nýsköpun, endurhugsun á notkun staðbundins hráefnis og leiðum til að endurvekja aðferðir og þróa áfram og efla samfélagið. Sýningarstjóri er Hlín Helga Guðlaugsdóttir.

 

Ungmenni í Skapandi sumarhóp á vegum Garðabæjar voru í hljómsveitinni Ídúrogmoll sem spilaði ljúfa tóna fyrir gesti á opnuninni. Sýningin stendur fram í október og fræðsludagskrá með leiðsögnum og samtali hönnuða um verk þeirra verður auglýst sérstaklega. Nánari upplýsingar um sýninguna eru á heimasíðu safnsins, www.honnunarsafn.is