4. maí 2012

Vorsýning í Jónshúsi

Hin árlega vorsýning félagsstarfs eldri borgara er nú haldin í Jónshúsi við Strikið 6 dagana 3.-5. maí. Þetta er fjórða vorsýningin og uppskeruhátíðin í Jónshúsi og stórglæsileg að vanda. Rúmlega 100 manns taka þátt í sýningunni með einhverjum hætti. Sýningin var opnuð formlega fimmtudaginn 3. maí þar sem Gunnar Einarsson bæjarstjóri flutti ávarp og Garðakórinn söng fyrir gesti.
  • Séð yfir Garðabæ

Hin árlega vorsýning félagsstarfs eldri borgara er nú haldin í Jónshúsi við Strikið 6 dagana 3.-5. maí. Þetta er fjórða vorsýningin og uppskeruhátíðin í Jónshúsi og stórglæsileg að vanda. Rúmlega 100 manns taka þátt í sýningunni með einhverjum hætti. Sýningin var opnuð formlega fimmtudaginn 3. maí þar sem Gunnar Einarsson bæjarstjóri flutti ávarp og Garðakórinn söng fyrir gesti.

 

 

Fólk kom víða að til að skoða sýninguna og um 230 manns sóttu sýninguna heim fyrsta daginn. Allir eru velkomnir í Jónshús til að skoða sýninguna sem lýkur laugardaginn 5. maí. Á sýningunni er fjölbreytt handverk sem þátttakendur í félagsstarfinu hafa unnið í vetur, málverk, bútasaumur, tré- og silfursmíði svo eitthvað sé nefnt.


 

Skemmtileg menningardagskrá í tengslum við sýninguna

Sýningin verður opin í dag og á morgun laugardag og eru allir velkomnir.  Í dag föstudag 4. maí kemur Tríóið Undurfagra ævintýr fram kl. 14.30 og leikur og syngur nokkur lög fyrir gesti. Tríóið er skipað þeim Ingvari Hólmgeirssyni, Þorvaldi Skaftasyni og Kristrúnu Sigurðardóttur. Á laugardaginn kl. 14:00 sýnir linudanshópur undir stjórn Lizy Steinsson. Báða dagana verður hægt að kaupa kaffiveitingar fyrir vægt verð. Jónshús er staðsett við Strikið 6 í Garðabæ og er opið föstudaginn 4. maí frá kl. 09:30 - 16:00 og laugardaginn 5. maí er opið frá kl. 12:30-16:00.

 

Sjá dagskrá í auglýsingu (pdf-skjal)


Garðakórinn, kór eldri borgara í Garðabæ,  söng við opnunina undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar.