24. apr. 2012

Sumarsýning Grósku

Í göngugötunni á Garðatorgi stendur nú yfir samsýning myndlistarmanna úr Grósku. Sumarsýningin opnaði á Sumardaginn fyrsta og stendur til 29. apríl. Þóra Einarsdóttir formaður Grósku opnaði sýninguna og stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar spilaði
  • Séð yfir Garðabæ

Í göngugötunni á Garðatorgi stendur nú yfir samsýning myndlistarmanna úr Grósku. Sumarsýningin opnaði á Sumardaginn fyrsta og stendur til 29. apríl.  Þóra Einarsdóttir formaður Grósku opnaði sýninguna og stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar spilaði nokkur lög við opnunina við góðar undirtektir. 


Stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar spilaði nokkur lög við opnunina.

Fjölmargir félagsmenn Grósku eru með verk til sýnis og sýningin nær einnig upp á efri hæð Garðatorgs í sal Grósku. Skemmtileg nýbreytni eru málverk sem kallast ,,Keðjuverk I og Keðjuverk II" en þau verk eru samstarfsverkefni um 14 listamanna sem máluðu þau til skiptis, þannig að hver listamaður á sína pensilstroku á öllum málverkunum. Þetta er fjórða árið í röð sem myndlistarmenn í Grósku halda sýningu á Garðatorgi að vori og samtökin hafa með sýningum sínum lífgað upp á mannlífið á torginu.


Þóra Einarsdóttir formaður Grósku opnaði sýninguna.

Guðrún Hreinsdóttir flutti frumsamið ljóð við opnunina.