18. apr. 2012

Sjálfbært vatnafar

Mánudaginn 23. apríl nk. verður haldið málþing um sjálfbært vatnafar í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands við Urriðaholtsstræti í Garðabæ. Á málþinginu verða ræddar svokallaðar blágrænar lausnir í byggð og tækifæri sem þeim tengjast, en þær eru hluti þeirra innviða sem koma skulu á næstu árum.
  • Séð yfir Garðabæ

Mánudaginn 23. apríl nk. verður haldið málþing um sjálfbært vatnafar í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands við Urriðaholtsstræti í Garðabæ. Við uppbyggingu byggðar verður yfirborð lands ógegndræpt og regnvatnið á ekki lengur greiða leið niður í jarðveginn. Á málþinginu verða ræddar svokallaðar blágrænar lausnir í byggð og tækifæri sem þeim tengjast, en þær eru hluti þeirra innviða sem koma skulu á næstu árum. Rætt verður um hvernig blágrænu lausnirnar geta styrkt um leið hið byggða umhverfi, en þær eru nú þegar til staðar í Urriðaholti í Garðabæ.

 

Málþingið hefst kl. 15 og stendur til kl. 17 mánudaginn 23. apríl og fundarstjóri verður Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar.  Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar eru í boði og umræður í lokin. Að loknu málþingi geta gestir farið í vettvangsferð um Urriðaholt og Kauptún.  

Sjá nánari upplýsingar um málþingið hér.  Skráning fer fram í gegnum netfangið gardabaer@gardabaer.is.

 

Sjá einnig stutt myndband um sjálfbært vatnafar í Urriðaholti.