13. apr. 2012

Fræðsla fyrir foreldra

Grunnstoð Garðabæjar boðar til árlegs fræðsufundar fyrir foreldra í Garðabæ sem haldinn verður í sal Sjálandsskóla þriðjudaginn 17. apríl klukkan 20:00 - 22:00.
  • Séð yfir Garðabæ

Grunnstoð Garðabæjar boðar til árlegs fræðsufundar fyrir foreldra í Garðabæ sem haldinn verður í sal Sjálandsskóla þriðjudaginn 17. apríl klukkan 20:00 - 22:00.

Gómsætar veitingar í boði og fróðlegir fyrirlestrar.

Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar fjallar um jákvæð samskipti.

Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur fjallar um þarfir barna, uppeldisaðferðir og sjálfstraust. Hvernig við byggjum upp sterka sjálfsmynd og öflugt sjálfstraust barna okkar sem og okkar eigið en foreldrar með öflugt sjálfstraust eru börnum sínum mikilvægar fyrirmyndir.

Hafþór Birgisson frá SAFT leiðir okkur í gegnum jákvæða og örugga netnokun barna og unglinga. Internetið er frábær upplýsingaveita og tæki til samskipta en þar felast einnig ýmsar hættur sem mikilvægt er fyrir okkur öll að þekkja.

Aðgangur er ókeypis, allir velkomnir.

Grunnstoð Garðabæjar er samstarfsvettvangur foreldrafélaga og skólaráða í grunnskólum Garðabæjar.

 

Auglýsing um fundinn