16. mar. 2012

Stóra upplestrarkeppnin 2012

Nemendur úr Hofsstaða- og Flataskóla hnepptu fyrsta og annað sætið á Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk 2011-2012 sem fór fram við hátíðlega athöfn í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi fimmtudaginn 15. mars.
  • Séð yfir Garðabæ

Nemendur úr Hofsstaða- og Flataskóla hnepptu fyrsta og annað sætið á Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk 2011-2012 sem fór fram við hátíðlega athöfn í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi fimmtudaginn 15. mars. Á lokahátíðinni kepptu tíu nemendur í grunnskólum í Garðabæ og í grunnskóla Seltjarnarness og var keppnin jöfn og spennandi í ár.

Vigfús Höskuldur Orri Árnason í Hofsstaðaskóla lenti í fyrsta sæti, Klara Hjartardóttir í Flataskóla í öðru sæti og í þriðja sæti var Melkorka Gunborg Briansdottir í Valhúsaskóla.

Í keppninni lásu nemendur svipmyndir úr skáldsögunni Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og ljóð eftir Gyrði Elíasson auk ljóða sem þeir völdu sjálfir.

Allir þátttakendur fengu Ljóðabók eftir Gyrði Elíasson í viðurkenningarskyni. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness afhenti bókina. Hanna Óladóttir, formaður dómefndar afhenti verðlaunahöfunum viðurkenningarskjöl frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur. Auk þess fengu sigurvegarar gjafbréf frá Eymundsson.

Hátíðin tókst í alla staði vel en auk upplestrar buðu skólarnir upp á fjölbreytt skemmtiatriði. Fyrir hönd Hofsstaðaskóla flutti Jóhannes Patreksson í 6. BÓ Beat box við mikinn fögnuð gesta.


Frétt á vef Hofsstaðaskóla um keppnina.