20. jan. 2012

Garðabær keppir í Útsvari

Garðabær keppir í spurningakeppni Sjónvarpsins föstudagskvöldið 20. janúar. Mótherjar þeirra í annarri umferð eru úr nágrannasveitarfélaginu Álftanesi. Að venju má búast við skemmtilegri viðureign í beinni útsendingu úr sjónvarpssal. Í liði Garðabæjar eru Vilhjálmur Bjarnason, Elías Karl Guðmundsson og Ragnheiður Traustadóttir
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær keppir í spurningakeppni Sjónvarpsins föstudagskvöldið 20. janúar.  Mótherjar þeirra í annarri umferð eru úr nágrannasveitarfélaginu Álftanesi.  Að venju má búast við skemmtilegri viðureign í beinni útsendingu úr sjónvarpssal.  Í liði Garðabæjar eru Vilhjálmur Bjarnason, Elías Karl Guðmundsson og Ragnheiður Traustadóttir. Umsjónarmenn eru sem fyrr Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason.

 

Fjölmörg sveitarfélög taka þátt í Útsvari og 24 lið hófu keppni sl. haust.  Garðabær stóð sig vel í fyrstu umferð og hafði betur gegn Fljótsdalshéraði (sem komst þó líka áfram). Garðbæingar eru hvattir til að mæta í sjónvarpssal til að fylgjast með útsendingu og styðja við lið Garðbæinga. Áhorfendur sem vilja fylgjast með í sjónvarpssal geta mætt í sjónvarpshúsið í Efstaleiti hálftíma fyrir útsendingu.  Útsendingin í sjónvarpssal hefst síðar en venjulega eða um kl. 20.55 beint að loknum leik í handboltanum.  Sjá einnig upplýsingar á vef RÚV, www.ruv.is.