26. apr. 2019

Ný göngubrú opnuð í göngu umhverfis Urriðavatn

Sumardaginn fyrsta, á Degi umhverfisins var gengið umhverfis Urriðavatn undir leiðsögn Erlu Biljar Bjarnardóttur, fyrrum umhverfisstjóra Garðabæjar. 

  • Söguganga umhverfis Urriðavatn
    Söguganga umhverfis Urriðavatn

Sumardaginn fyrsta, á Degi umhverfisins var gengið umhverfis Urriðavatn undir leiðsögn Erlu Biljar Bjarnardóttur, fyrrum umhverfisstjóra Garðabæjar. 

Urriðavatn og svæðið umhverfis það njóta bæjarverndar vegna lífríkis og útivistargildis. Urriðavatn er hraunstíflað vatn og þar er mikið fuglalíf. 

Nýverið var klárað að útbúa göngubrú sem tengir saman gönguleiðina sem nær umhverfis vatnið. Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar klippti á borða og opnaði formlega göngubrúna að viðstöddum fjölda gesta en um áttatíu manns mættu í gönguna í ágætis veðri. 

Söguganga umhverfis Urriðavatn

Söguganga umhverfis Urriðavatn

Söguganga umhverfis Urriðavatn