1. feb. 2019

Nýir áhorfendabekkir í Ásgarði

Sunnudaginn 27. janúar sl. voru teknir í notkun nýir áhorfendabekkir í körfuboltasalnum í Ásgarði þegar Stjarnan mætti Keflavík í Dominosdeild karla í körfuknattleik. 

  • Nýir áhorfendapallar í Ásgarði
    Nýir áhorfendapallar í Ásgarði

Sunnudaginn 27. janúar sl. voru teknir í notkun nýir áhorfendabekkir í körfuboltasalnum í Ásgarði þegar Stjarnan mætti Keflavík í Dominosdeild karla í körfuknattleik. Nýju bekkirnir eru með sæti fyrir 1020 manns sem er töluvert meira en var í gömlu bekkjunum.

Umræddir áhorfendabekkir eru framleiddir í Bandaríkjunum og eru rafdrifnir þegar þeir eru dregnir út. Hvert sæti er plastlagt en til að fjölga sætum var bætt við sætaröð efst á milli burðarsúlna í húsinu sem hægt er að nota án þess að draga bekkina út. Sætisbök eru á 145 sætum fyrir miðjum velli. Stúkurnar eru þrískiptar, ein heild gegnt liðsbekkjum sem rúma 590 manns og tvær aftan við liðsbekkina sem rúma 245 og 175 manns. Kostnaður við þessa breytingu er alls um 25 milljónir króna.

Almenn ánægja var með nýju sætin á leiknum enda meira fótapláss fyrir hvern áhorfanda þegar setið er. Þá fór Stjarnan með sigur á hólmi í leiknum og því var gleðin enn meiri.