31. jan. 2020

Nýjar leiðbeiningar fyrir hönnun á göngu- og hjólastígum

Nýjar leiðbeiningar hafa nú verið gefnar út með það að
markmiði að tryggja með samræmdum hætti örugga og greiða umferð hjólreiðamanna.

  • Merkingar á göngu- og hjólastíg við Arnarnesvog
    Merkingar á göngu- og hjólastíg við Arnarnesvog

Árið 2017 setti starfshópur á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) af stað vinnu við gerð leiðbeininga um hönnun fyrir hjólreiðar sem yrðu síðan yrðu gefnar út í nafni allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt Vegagerðinni.  Nýjar leiðbeiningar hafa nú verið gefnar út með það að 
markmiði að tryggja með samræmdum hætti örugga og greiða umferð hjólreiðamanna. Það er í samræmi við markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040 og skipulagsáætlanir allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvalda um að bæta aðstæður til hjólreiða.

Nýju leiðbeiningarnar eru gefnar út með fyrirvara um frekari breytingar eða uppfærslu á þeim þegar ný reglugerð um umferðarmerki tekur gildi. Leiðbeiningarnar eru skýrari og ítarlegri en áður, lágmarksgildi uppfærð og ný atriði komin inn sem ekki voru áður hluti af leiðbeiningunum. Á meðan uppfærslu á leiðbeiningunum stóð yfir var haft samráð við alla helstu hagsmunaaðila, t.a.m. lögreglu og Landssamtök hjólreiðamanna o.fl.. Einnig var kallað eftir rýni á þeim frá verkfræðistofum.

Hönnuðir og aðrir sem koma að vinnu fyrir hjólreiðar skulu notast við nýjar leiðbeiningar: við skipulag, hönnun og framkvæmd.  

Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar í frétt hér á vef SSH (Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu) og á undirsíðu þar:  https://www.ssh.is/hjolaleidir