Nýjar reglur um tekjutengingu afsláttar teknar í gildi
Nýjar reglur um tekjutengingu afsláttar af leikskólagjöldum, gjöldum frístundaheimila og gjöldum til dagforeldra hafa tekið gildi. Reglurnar eiga að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur með það að markmiði að bæta kjör fjölskyldna.
-
Séð yfir Garðabæ
Nýjar reglur um tekjutengingu afsláttar af leikskólagjöldum, gjöldum frístundaheimila og gjöldum til dagforeldra hafa tekið gildi. Reglurnar eiga að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur með það að markmiði að bæta kjör fjölskyldna.
Samkvæmt nýju reglunum um tekjutengdan afslátt fá foreldrar/forráðamenn sem eru undir tekjuviðmiðum 40% afslátt af leikskólagjöldum, gjöldum frístundaheimila og gjöldum til dagforeldra. Tekjuviðmiðin eru miðuð við heildartekjur heimilis þar sem meðaltekjur eru allt að 865.469 kr. á mánuði. Miðað er við meðaltekjur samkvæmt staðgreiðsluskrá fyrir síðustu þrjá mánuði þegar umsókn er send inn. Tekjuviðmiðin taka svo breytingum skv. launavísitölu um næstu áramót.
Systkinaafsláttur óbreyttur – 50% og 75%
Systkinaafsláttur verður áfram óbreyttur þar sem allir foreldrar geta sótt um afslátt fyrir systkini af leikskólagjöldum, gjöldum frístundaheimila og gjöldum til dagforeldra. Foreldrar sem eiga tvö eða fleiri börn fá 50% afslátt af grunngjaldi eldra/elsta barnsins og 75% af grunngjaldi fyrir hvert barn umfram tvö.
Foreldrar sem eiga rétt á afslætti skv. tekjutengingu geta því fengið 40% afslátt af gjöldunum fyrir eitt barn, 50% afslátt af barni tvö og 75% afslátt af þriðja barni og fleiri börnum.