2. ágú. 2019

Nýjir strandblakvellir í Bæjargarðinum

Þrír nýjir strandblakvellir eru komnir í notkun í Bæjargarði Garðabæjar sunnan við Ásgarð.

 • Strandblakvellir í Bæjargarði
  Strandblakvellir í Bæjargarði

Þrír nýjir strandblakvellir eru komnir í notkun í Bæjargarði Garðabæjar sunnan við Ásgarð.  Almenningur hefur nýtt sér vellina frá því að þeir voru teknir í notkun um miðjan júlí enda veðrið búið að vera einstaklega gott til útiveru. 

Strandblakmót 12.-14. júlí

Um miðjan júlí, helgina 12.-14. júlí sl., var fyrsta strandblakmótið haldið þar á vegum Strandblaksfélags Hafnarfjarðar og Garðabæjar þar sem 44 lið tóku þátt í mótinu.  Þar var leikið í tveimur karladeildum og þremur kvennadeildum og alls voru spilaðir 107 leikir á mótinu.  Í frétt á vef Strandblaks á vegum Blaksambands Íslands má sjá nánari upplýsingar um úrslit mótsins. 

Strandblakmót

Strandblakmót

Skráning á vellina

Allir mega nota vellina og hægt er að panta tíma til að spila á völlunum.  Tímapantanir eru rafrænar á slóðinni:  https://gardur.skedda.com/booking
Þeir sem eiga pantaða tíma ganga fyrir á viðkomandi velli. 

Umgengnisreglur vallanna

Á næstunni verður sett upp skilti með umgengnisreglum vallanna við skolstandinn hjá blakvöllunum.  En þær eru einnig hér fyrir neðan:

Umgengnisreglur vallanna:

 • Sandvellirnir eru fyrir alla
 • Allir skulu ganga vel um vellina
 • Slétta skal ójöfnur til að forðast óhöpp
 • Hjálpumst að við að halda sandinum á sínum stað
 • Rusl skal taka með sér eða setja í ruslatunnur
 • Forðist að nota glerílát í nálægð vallanna til að það fari ekki í sandinn
 • Hægt er að panta tíma til að spila á völlunum, slóðin er: https://gardur.skedda.com/booking
 • Þeir sem eiga pantaða tíma ganga fyrir á viðkomandi velli
 • Heimilt er að nota sandvellina í annað en blak, en það nýtur þó forgangs
 • Leikið skal af sanngirni og heilindum með leikgleðina að leiðarljósi
 • Látið vita í Ásgarði ef þið verðið vör við bilanir á búnaði eða skemmdir, s. 550-2300

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar

Hreystigarður og strandblakvellir