26. sep. 2019

Nýr búsetukjarni við Unnargrund

Miðvikudaginn 25. september sl. var nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk í Garðabæ opnaður við Unnargrund. Um er að ræða búsetukjarna með sex einstaklingsíbúðum fyrir fatlað fólk. 

  • Opnun búsetukjarna við Unnargrund
    Opnun búsetukjarna við Unnargrund

Miðvikudaginn 25. september sl. var nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk í Garðabæ opnaður með formlegum hætti þegar fulltrúar Áss styrktarfélags fengu húsnæðið að Unnargrund 2 afhent til rekstrar.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar afhenti Þóru Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra Áss styrktarfélags lykla að húsinu og Almar Guðmundsson formaður fjölskylduráðs ávarpaði gesti við opnunina. 

Opnun búsetukjarna við Unnargrund

Opnun búsetukjarna við Unnargrund

Opnun búsetukjarna við Unnargrund

Samstarfssamningur um rekstur hússins og þjónustu við heimilismenn

Garðabær og Ás styrktarfélag gerðu með sér samstarfssamning um byggingu búsetukjarnans, Garðabær mun eiga húsið og Ás styrktarfélag tekur að sér rekstur hússins og þjónustu við heimilismenn. Um er að ræða búsetukjarna með sex íbúðum fyrir fatlað fólk ásamt starfsmannarými og heildarstærð húsnæðisins er 506 m².

Framkvæmdir við byggingu hússins hófust í nóvember 2018. Húsnæðið er hannað af Önnu Margréti Hauksdóttur, arkitekt hjá AVH, Lúmex sá um ljóshönnun og Landslag hannaði lóð hússins. Þá samdi Garðabær við Afltak um byggingu búsetukjarnans. Ás styrktarfélag hefur haft umsjón og eftirlit með framkvæmdum við byggingu hússins.
Opnun búsetukjarna við Unnargrund

Opnun búsetukjarna við Unnargrund

Opnun búsetukjarna við Unnargrund

Íbúar flytja inn á næstu vikum

Fyrstu íbúar hússins flytja inn á næstu vikum en alls er um að ræða 6 einstaklingsíbúðir í húsinu. Garðabær og Ás styrktarfélag hafa gert með sér þjónustusamning um sértæka búsetuþjónustu í húsinu. Markmið samningsins er meðal annars að veita þeim fötluðu einstaklingum sem samningurinn nær til bestu mögulegu þjónustu í sértækri búsetu sem tök eru á að veita á hverjum tíma. Ás styrktarfélag er sjálfseignarstofnun og félagið er stærsti rekstraraðili ,,Vinnu og virkni“.


Búsetukjarninn við Unnargrund er vel staðsettur nálægt strandlengjunni við Arnarnesvog þar sem er stutt í almenningssamgöngur og í nálægð við nærþjónustu, íþróttasvæði, verslanir og menningarstarfsemi miðsvæðis í Garðabæ.