24. ágú. 2018

Nýr frisbígolfvöllur í Garðabæ

Nýr frisbígolfvöllur var opnaður á Vífilsstöðum fimmtudaginn 16. ágúst sl. en nokkrir bæjarfulltrúar mættu á grasið til að vígja hann formlega. 

  • Vígsla vallarins
    Vígsla vallarins

Nýr frisbígolfvöllur var opnaður á Vífilsstöðum fimmtudaginn 16. ágúst sl. en nokkrir bæjarfulltrúar mættu á grasið til að vígja hann formlega. Frisbígolf er ört vaxandi íþróttagrein á heimsvísu en alls eru 57 frisbígolfvellir á Íslandi. Völlurinn á Vífilsstöðum er með 10 körfum og heildarkostnaður við uppsetningu vallarins var 2,8 milljónir króna.

Frisbígolf er íþrótt sem fer fram á svipaðan hátt og venjjulegt golf, en í stað golfkylfa og golfbolta nota leikmenn frisbídiska.

Völlurinn er staðsettur í garðinum sunnan við Vífilsstaði en gestir sem koma akandi á svæðið geta lagt bílum sínum við fjósið á Vífilsstöðum og gengið þaðan niður stíginn að fyrstu brautinni.  Einnig er hægt að koma gangandi á malbikaða göngustígnum sem liggur sunnan við Vífilsstaði. Notendur koma sjálfir með frisbídiska til að spila með á vellinum.

Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra sem koma og spila að spila ekki eftir kl. 22 á kvöldin til að trufla ekki starfssemi Vífilsstaða.

Um er að ræða skemmtilegt lýðheilsuverkefni en vonandi munu sem flestir Garðbæingar skella sér á völlinn. 

Vígsla vallarinsFrisbígolfvöllurinn

Frisbigolfvollurinn