25. jún. 2020

Nýr leikskólastjóri Hæðarbóls

Jóna Rósa Stefánsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri við leikskólann Hæðarból. 

  • Jóna Rósa Stefánsdóttir nýr leikskólastjóri Hæðarbóls
    Jóna Rósa Stefánsdóttir nýr leikskólastjóri Hæðarbóls

Jóna Rósa Stefánsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri við leikskólann Hæðarból. Hún tekur við starfinu af Sigurborgu Kristjánsdóttur sem lætur af störfum í ágúst.

Jóna Rósa lauk námi í leikskólakennarafræðum frá HA árið 2004 og MA námi í forystu og stjórnun frá Bifröst á þessu ári. Hún hefur starfað sem leikskólakennari og deildarstjóri á Hæðarbóli og frá árinu 2011 var hún staðgengill leikskólastjóra á ungbarnaleikskólanum Sunnuhvoli. Barnsskónum sleit Jóna Rósa í Skagafirði en hún hefur verið búsett í Garðabæ síðastliðin 20 ár.

Jóna Rósa hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum er lúta að námi barna á leikskólastigi þar má nefna þróunarverkefnið „Skipulögð hreyfing með yngstu börnum leikskólans“. Síðustu ár hefur Jóna Rósa tekið þátt í verkefninu ,,Tökum skrefin saman“ sem er samvinnuverkefni þriggja leikskóla í Garðabæ unnið í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið felur m.a. í sér að þróa nám fyrir börn 12-18 mánaða gömul og með því hefur skapast mikilvæg þekking sem hefur verið miðlað til leikskólasamfélags Garðabæjar.