22. nóv. 2019

Nýr leikvöllur á Álftanesi

Fimmtudaginn 21. nóvember var nýr leikvöllur á Álftanesi formlega vígður. Leikvöllurinn er staðsettur við Norðurtún og hefur hann verið endurnýjaður að öllu leyti.

  • Vígsla leikvallar á Álftanesi
    Vígsla leikvallar á Álftanesi

Fimmtudaginn 21. nóvember var nýr leikvöllur á Álftanesi formlega vígður. Leikvöllurinn er staðsettur við Norðurtún og hefur hann verið endurnýjaður að öllu leyti.

Settur var upp kastali, tvö trampólín, rennibraut, rólur ásamt fleirum tækjum sem nú þegar eru farin að vekja lukku barna á svæðinu. 

Börnin í leikskólunum tveimur á Álftanesi, Krakkakoti og Holtakoti, vígðu leikvöllinn ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar, Jónu Sæmundsdóttur formanni umhverfisnefndar Garðabæjar og Björgu Fenger formanni íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar.

Vígsla leikvallar á Álftanesi

Vígsla leikvallar á Álftanesi