30. nóv. 2022

Nýr samskiptastjóri Garðabæjar

Ásta Sigrún Magnúsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf samskiptastjóra Garðabæjar sem var auglýst fyrr í haust.

  • Ásta Sigrún Magnúsdóttir
    Ásta Sigrún Magnúsdóttir

Ásta Sigrún Magnúsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf samskiptastjóra Garðabæjar sem var auglýst fyrr í haust. Í starfi samskiptastjóra felst m.a. upplýsingagjöf til íbúa, starfsmanna og annarra þeirra aðila sem sveitarfélagið er í samskiptum við. Helstu markmið starfsins eru að efla almannatengsl, samskiptastjórnun, traust og orðspor, ásamt því að auka sýnileika og fanga sérstöðu bæjarins.

Ásta Sigrún er með MA. próf í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands, BA. í fjölmiðla- og menningarfræði frá Queen Margaret University Edinborg. Ásta Sigrún hefur starfað frá árinu 2019 í Stjórnarráði Íslands sem upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins en áður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ásta Sigrún starfaði hjá Eftirlitsstofnun EFTA sem upplýsingafulltrúi og staðgengill samskiptastjóra frá árinu 2017 – 2019. Á árunum 2011 – 2016 starfaði Ásta Sigrún sem blaðamaður hjá DV og sem varafréttastjóri síðustu tvö árin.

Alls bárust 44 umsóknir um starfið. Ásta Sigrún kemur til starfa hjá Garðabæ í byrjun árs 2023.