Nýr samstarfssamningur við Skátafélagið Svani
Garðabær og Skátafélagið Svanir hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér áframhaldandi þróun á öflugu skátastarfi fyrir öll börn og unglinga.
Garðabær hefur undirritað samstarfssamning við Skátafélagið Svani. Með samstarfinu verður áfram unnið að því að efla skipulagt skátastarf fyrir öll börn og unglinga.
Hlutverk félagsins er m.a. að efla og þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu þar sem lýðheilsu- og forvarnargildi skátastarfs eru höfð að leiðarljósi.
Samvinna skal vera á milli Svana og íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar um stefnumörkun í skátastarfinu. Skátafélagið Svanir skal við framkvæmd samstarfssamningsins huga sérstaklega að því að mæta þörfum barna og ungmenna með fatlanir í samræmi við stefnu Garðabæjar í málefnum fatlaðs fólks. Jafnframt skal félagið vinna jafnréttisáætlun sem tekur mið af jafnréttisáætlun Garðabæjar og skipuleggja starf sitt með þarfir og hagsmuni allra kynja í huga. Félaginu ber einnig að taka tillit til forvarnarstefnu Garðabæjar við skipulag starfsemi sinnar og framkvæmd viðburða.
Samningurinn gildir til ársloka 2025.
Freyja Björgvins sjálfboðaliðaforingi, Davíð Valdimar Arnalds gjaldkeri og Halldór Valberg Aðalbjargarson, félagsforingi ásamt Almari Guðmundssyni og Hrannari Braga Eyjólfssyni formanni íþrótta- og tómstundaráðs.