17. feb. 2025

Nýr vefur tileinkaður útivist á höfuðborgarsvæðinu

Út um allt er nýr upplýsingavefur tileinkaður útivist á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndin á bak við vefinn er m.a. að stuðla að aukinni hreyfingu og útvist.

Út um allt er nýr upplýsingavefur tileinkaður útivist á höfuðborgarsvæðinu. Vefurinn er notendavænn og sýnir ótal frábæra útivistamöguleika og gagnlegar upplýsingar um þá, t.d. tegund útivistar, svæði, tímalengd og erfiðleikastigi svo dæmi séu tekin. Notandi getur jafnframt séð eigin staðsetningu á korti og fylgt leið í rauntíma.

Skjamynd-2025-02-14-121448

Vefurinn er einfaldur í notkun og getur sýnt staðsetningu notanda á korti í rauntíma.

Á síðunni er góð leitarvél og þar sem hægt er að sía eftir ýmsum breytum á borð við sveitarfélag, aðstöðu, þjónustu og aðgengi. Vefurinn, sem er bæði á íslensku og ensku, er samstarfsverkefni SSH og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.

Við mælum með að skoða Út um allt og auðvitað kanna þau frábæru útivistarsvæði og göngu- og hjólaleiðir í Garðabæ sem fjallað er um á vefnum.