Nýta þarf hvatapeninga fyrir áramót
Foreldrar eru minntir á að nýta hvatapeninga ársins 2018 fyrir áramót. Hvatapeningar ársins 2018 eru 50.000 krónur á barn. Öll börn á aldrinum 5-18 ára, með lögheimili í Garðabæ, fá hvatapeninga, þ.e. börn fædd á árunum 2000-2013.
Foreldrar eru minntir á að nýta hvatapeninga ársins 2018 fyrir áramót. Hvatapeningar ársins 2018 eru 50.000 krónur á barn. Öll börn á aldrinum 5-18 ára, með lögheimili í Garðabæ, fá hvatapeninga, þ.e. börn fædd á árunum 2000-2013.
Hvatapeninga 2018 er hægt að nýta vegna reikninga sem gefnir eru út á árinu 2017 og 2018.
Hvatapeningana er hægt að nýta til að lækka kostnað við skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf sem nær yfir 10 vikur að lágmarki. Ungmenni í þremur elstu árgöngunum, þ.e. þau sem eru fædd 2000, 2001 og 2002 geta fengið hvatapeninga greidda vegna kaupa á korti í líkamsræktarstöð. Frá janúar 2017 er hægt að nýta hvatapeninga til þess að greiða niður tónlistarnám, bæði í Tónlistarskóla Garðabæjar og öðrum tónlistarskólum.
Hvatapeningar ársins 2018 renna út um áramótin. Nýjum hvatapeningum verður úthlutað í janúar. Þá verður hægt að nýta til að greiða niður reikninga sem gefnir eru út á árinu 2019.
Tvær leiðir til að nýta hvatapeninga
Auðveldasta leiðin til að nýta hvatapeninga er að nýta þá beint í gegnum þau félög sem eru tengd Nóra skráningarkerfinu. Hinn möguleikinn er að koma með reikning frá félaginu í þjónustuver Garðabæjar og fá hvatapeninga endurgreidda.