27. des. 2018

Nýtt grenndargámagerði við Hofsstaðavöll

Fyrir jól var sett upp nýtt grenndargámagerði við Hofsstaðavöll í Garðabæ.

  • Gámagerði við Hofsstaðavöll
    Gámagerði við Hofsstaðavöll

Fyrir jól var sett upp nýtt grenndargámagerði við Hofsstaðavöll í Garðabæ.  Gámagerðið er vinstra megin þegar komið er inn á Skólabraut af Bæjarbrautinni.  Þar eru gámar til að taka á móti gleri, pappír og plasti til endurvinnslu.   


Í Garðabæ eru einnig komin upp grenndargámagerði við Ásgarð,  á bílastæði við Sjálandsskóla,  á tveimur stöðum í Urriðaholti og á Álftanesi.  Á kortavef Garðabæjar má sjá staðsetningu grenndargámanna en þar á eftir að setja inn upplýsingar um  nýjasta grenndargámagerðið við Hofsstaðvöll.  (Smellt á umhirða og hakað í reit við grenndargáma).

Hér á vef Garðabæjar má líka sjá almennar upplýsingar um sorphirðu og íbúar Garðabæjar geta jafnframt sett plast saman í lokaðan plastpoka og beint í gráu sorptunnuna (orkutunnuna).