28. sep. 2023

Nýtt sorphirðudagatal í október

Plast og pappír verða sótt á þriggja vikna fresti en almennt sorp áfram á tveggja vikna fresti. 

  • Flokkad-Gardabaer

Nýtt sorphirðudagatal mun taka gildi þann 1. október nk. en framvegis verða plast og pappírstunnur tæmdar á þriggja vikna fresti. 


Nýtt sorphirðudagatal má finna hér: Sorphirðudagatal október 2023


Innleiðingu á nýju flokkunarkerfi lauk sumarið 2023. 

Með breyttu fyrirkomulagi er sorp flokkað í plast, pappír, lífrænt og almennan úrgang.


Tvískiptar tunnur fyrir plast og pappír

Viljir þú fá tvískipta tunnu fyrir plast og pappír getur þú sótt um slíkt hér á þjónustuvef Garðabæjar.

Vinsamlegast athugið að samþykkja þarf skilmála til að fá tvískipta tunnu fyrir plast og pappír.

Rúmist úrgangurinn ekki í tunnunni eða hafi honum verið þjappað í tunnuna þannig að hann falli ekki úr henni við losun verður úrgangurinn skilinn eftir og umsækjandi þarf þá sjálfur að koma honum á næstu endurvinnslustöð.

  • Stærð tunnu er 240 lítra.
  • Tunnunni er skipt upp í hlutfallinu 60/40.
  • Minna minna hólfið er 96 lítrar (plast) og stærra hólfið 144 lítrar (pappír og pappi).