15. feb. 2021

Öðruvísi öskudagur

Hugmyndir að öðruvísi öskudegi á farsóttartímum hafa verið teknar saman af almannavörnum í samvinnu við Embætti landlæknis og Heimili og skóla.

  • Öðruvísi öskudagur
    Öðruvísi öskudagur

Almannavarnir í samvinnu við Embætti landlæknis og samtökin Heimili og skóla hafa tekið saman hugmyndir á farsóttartímum vegna öskudagsins, 17. febrúar nk.

Í leiðbeiningunum/hugmyndunum eru foreldrar, skólar, foreldrafélög og fyrirtæki hvött til þess að halda upp á daginn í nærumhverfi barnanna. Hvatt er til þess að fullorðnir jafnt sem börn mæti í búningum og að gamlar hefðir, s.s. að sauma öskupoka og slá köttinn úr tunnunni, verði endurvaktar. Með sóttvarnir í huga að sjálfsögðu.

Sjá nánar um öðruvísi Öskudag á covid.is