Ókeypis aðgangur á sýninguna Sund í Hönnunarsafni Íslands
Þriðjudaginn 1. febrúar verður í Hönnunarsafni Íslands opnuð sýningin Sund. Ekki verður um eiginlega opnun að ræða heldur gestum boðinn ókeypis aðgangur út febrúar.
-
Sýningin Sund opnar 1. febrúar
Ókeypis aðgangur á sýninguna Sund í Hönnunarsafni Íslands
Þriðjudaginn 1. febrúar verður í Hönnunarsafni Íslands opnuð sýningin Sund. Ekki verður um eiginlega opnun að ræða heldur gestum boðinn ókeypis aðgangur út febrúar.
Sýningin nær yfir tímabilið frá sundvakningunni við upphaf 20. aldar til dagsins í dag. Sagan sem hún segir af sundlaugamenningu er um leið ylvolg sagan af íslensku nútímasamfélagi með létti angan af klór og hveralykt, gufuslæðu og skvampi.
Sýningarstjórar eru Valdimar Tr. Hafstein þjóðfræðingur og Brynhildur Pálsdóttir hönnuður en sýningin er unnin í samstarfi við Háskóla Íslands.
Hönnunarsafn Íslands á Garðatorgi 1 er opið frá 12-17 alla daga nema mánudaga.