7. júl. 2022

Ólafur G. Einarsson níræður

Ólafur G. Einarsson er varð 90 ára 7. júlí s.l. Ólafur er fyrrverandi sveitastjóri og oddviti Garðahrepps, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar og heiðursborgari Garðabæjar.

  • Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Ólafur G. Einarsson fyrrverandi sveitastjóri og Sigríður Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar.
    Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Ólafur G. Einarsson fyrrverandi sveitastjóri og Sigríður Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar.

Ólafur G. Einarsson varð 90 ára 7. júlí s.l.. Ólafur er fyrrverandi sveitastjóri og oddviti Garðahrepps, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar og heiðursborgari Garðabæjar. Í tilefni dagsins færðu þau Almar Guðmundsson bæjarstjóri og Sigríður Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar, honum gjöf.

Í greinargerð sem fylgdi tillögu þegar Ólafur var valinn heiðursborgari Garðabæjar árið 2010 kom fram að Ólafur hafði mótandi áhrif á uppbyggingu bæjarsamfélagsins í Garðabæ og var frumkvöðull á mörgum sviðum. Hugmyndir Ólafs á sviði skipulagsmála voru að mörgu leyti  ólíkar því sem þá gerðist í bæjum á Íslandi og einkenndust m.a. af áherslu á lágreista byggð og stórar lóðir.

Ólafur var alþingismaður frá 1971-1999, menntamálaráðherra 1991-1995 og forseti Alþingis 1995-1999 eins og sjá má á æviágripi hans á vef Alþingis.

Kveðja frá Garðabæ

Hér færðu blóm frá bænum þínum kæra,
þín bæjarstjórnarverk skal lofa og mæra.
Þér Siglfirðingi
sem sat á þingi
skal þúsund þakkir færa !!

Heill þér níræðum !

(limra eftir Arinbjörn Vilhjálmsson)