Opið fyrir athugasemdir um miðbæ og Móa til 7. janúar
Frestur til að skila inn athugasemdum vegna tillögu að breytingu deiliskipulags miðbæjar og Móa hefur verið framlengdur frá 29. desember til 7. janúar 2026.
Vakin er athygli á því að frestur til að skila inn athugasemdum vegna tillögu að breytingu deiliskipulags miðbæjar (Svæði I og II) og tillögu að endurskoðuðu deiliskiplagi Móa framlengist frá 29. desember til miðvikudagsins 7. janúar 2026
Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar og í skipulagsgátt.
Íbúafundur um breytingar á deiliskipulagi miðbæjar Garðabæjar – Garðatorgs sem haldinn var í Sveinatungu um miðjan nóvember var vel sóttur, kynninguna í heild sinni má nálgast hérna.
