Opið fyrir umsóknir í Vinnuskólann
Umsóknir í Vinnuskóla Garðabæjar fara fram í gegnum Völu vinnuskóla.
Búið er að opna fyrir umsóknir í Vinnuskólann fyrir sumarið 2025. Forráðafólk þarf að skrá ungmenni í Vinnuskólann og fara umsóknir í gegnum Völu vinnuskóla.
Smellið hér fyrir innskráningu í Völu vinnuskóla. Athugið að velja þarf Garðabæ sem sveitarfélag. Við skráningu þarf nemandi að eiga bankareikning sem stofnaður er á kennitölu hans.
Vinnuskólinn er fyrir 14 - 16 ára ungmenni (fædd árin 2011, 2010 og 2009). Almenn störf og áherslur í Vinnuskólanum eru garðyrkja, gróðursetning, hirðing á lóðum og opnum svæðum bæjarins og skipulagt tómstundastarf. Einnig eru í boði nokkur aðstoðarstörf hjá stofnunum og æskulýðsfélögum fyrir þau sem fædd eru árin 2009 og 2010.
Skólinn hefst þriðjudaginn 10. júní kl. 8.30 hjá nemendum sem fæddir eru 2009 og 2010 og fimmtudaginn 12. júní hjá þeim sem eru fæddir árið 2011.