23. ágú. 2019

Opið hús á Bessastöðum á Menningarnótt frá 13-16

Laugardaginn, 24. ágúst kl.13-16, verður forsetasetrið að Bessastöðum opið almenningi sem liður í Menningarnótt 2019.

  • Bessastaðir
    Bessastaðir

 Laugardaginn, 24. ágúst, verður forsetasetrið að Bessastöðum opið almenningi sem liður í Menningarnótt 2019. Gestum býðst að skoða Bessastaðastofu milli klukkan 13:00 og 16:00.

Auk hinna merku steinhúsa frá 18. öld geta gestir virt fyrir sér sýnishorn gjafa, sem forseta hafa borist, og fornleifar sem veita innsýn í búsetu á Bessastöðum frá landnámstíð. Gestir geta skoðað
Bessastaðastofu alla sem og móttökusal og bókhlöðu forsetasetursins. Þá mun fyrsti forsetabíllinn, Packard bifreið Sveins Björnssonar, árgerð 1942, standa í hlaði Bessastaða.

Starfsmenn embættis forseta veita leiðsögn um staðinn og verða ásamt sjálfboðaliðum gestum til aðstoðar. 

Á vef forsetaembættisins má sjá ýmsan fróðleik um forsetasetrið á Bessastöðum.
Á vef Menningarnætur má lesa um þá dagskrá sem verður í boði laugardaginn 24. ágúst nk.